Japan púður pakki

Japan Snowsports púður pakki

WINTERSPORTS JAPAN 2021


Við sýnum ykkur allt það sem Japan hefur uppá að bjóða. Fáðu útrás í japanska púðursnjónum, slakaðu á í japönskum heitum náttúru laugum, njóttu girnilegrar matargerðar, sake víninu sem japanir eru þekktir fyrir og ofan á það að upplifa mannlífið í Tókýó.

Púður pakki

Í stuttu máli
Í púður pakkanum sýnum við ykkur dásemdir Japan og af hverju við urðum yfir okkur ástfangin af landi og þjóð. Við bjóðum ykkur velkomin á fallega gistiheimilið okkar þar sem kvöldmatur er framreiddur af matreiðslumanni hússins. Skíða- og snjóbrettaleiðsögumenn fylgja þér síðan á bestu skíðasvæðin í nágrenninu sem hentar getu þinni  en í Japan eru mjög mörg skíðasvæði til að skoða og upplifa fræga japanska snjóinn. Þetta eru skíðasvæði í nágrenni við gistiheimilið okkar: Madarao, Nozawa Onsen, Lotte Arai, Myoko Kogen and Shiga kogen. Kannski viltu bara vera á minna þekktum skíðasvæðum  eins og Kijimadaira, Kurohime and Togari onsen. Hvert sem við förum finnum við uppáhalds matsölustaðina og náttúrulaugarnar okkar.  Í Tókýó fer leiðsögumaður með þér og sýnir markverðustu staði borgarinnar.
  • Dagur eitt: Flug til Tókýó
  • Dagur tvö: Velkomin til Japan.  Við tökum á móti þér í Tókýó. Þegar við komum á gistiheimilið þá bjóðum við ykkur velkomin með mat og drykk.
  • Dagur þrjú: Fyrsti dkíðadaguinn. Leigjum búnað fyrir þig og skoðum skíðasvæðið næst okkur Madarao Ski Resort.
  • Dagur 4-7: Skíða og snjóbretta leiðsögumenn meta aðstæður og velja besta skíðasvæðið til þess að fá sem mest út úr japanska púðursnjónum
  • Dagur 8:  þetta er síðasti dagurinn til að skíða, fara í náttúrulaug og eldaður hátíðarkvöldverður af matreiðslumanni hússins.
  • Dagur 9: Eftir morgunverð förum við með þig á lestarstöðina þar sem þú tekur hraðlest til Tókýó. Þar hittir þú leiðsögumann sem sýnir þér heitustu staði Tókýó.  Hann sér um að síðasta nóttin í Japan sé full af ævintýrum.
  • Dagur 10: Tími til að fara aftur heim með fullt farteski af nýjum ævintýrum, minningum, og vinum.

Inniheldur

  • Móttaka á flugvelli (Haneda or Narita) og akstur til Madarao
  • 7 gistinætur með morgunverði í tvíbreiðu rúmi
  • 6 skíðadagar og aðgangur í lyftur
  • 5 daga leiðsögn um fjögur mismunandi skíðasvæði
  • 2 kvöldverðir á gistiheimilinu
  • Ferð á lestarstöðina frá Madarao til Liyama
  • Ferð með Shinkansen hraðlestinni frá lilyama til Tókýó Ueno stövarinnar
  • Dagur í Tókýó með leiðsögumanni
  • Gisting í Tókýó

Verð

Heildar pakkaverð á hvern einstakling fyrir utan flu ger:
  1. Fullorðnir:225,000 YEN (price in euro's based on exchange rate dd July 14th is € 1.842,=)
  2. Börn: 210,000 YEN (price in euro's based on exchange rate dd July 14th is € 1.719,=)
Hverjir geta tekið þátt í þessum pakka
Verð á pakkanum miðast við að minnst þrír einstaklingar séu í hópnum. Við getum komið til móts við þarfir ykkar hvort sem þið ferðist með fjölskyldu eða vinum. Ef þú ert ein/n á ferð eða sem par getur þú haft samband og við getum skoðað hvort við getum parað ykkur með öðrum á sama getustigi í brekkunum.

Ef þú hefur áhuga og vantar nánari upplýsingar hafðu þá samband við Ásdísi í síma 898-3310 en hún var skíðakennari hjá þessu fyrirtæki síðasta vetur.
Frá Ásdísi – matur og drykkur er einstaklega ódýr í Japan.  Hádegisverður er um 1000 krónur. Við vorum oftast að borða hádegismat fyrir 1.500 kr tvö saman og kvöldverður á bilinu 2.500-4.000 fór eftir því hversu flottur maður var á því.  

Inniheldur ekki

  • Flug til og frá Tókýó
  • Hádegisverði
  • Drykki
  • Kvöldverð á þeim kvöldum þegar ekki er skipulagður kvöldverður á gistiheimilinu
  • Búnaður (skíði/snjóbretti/snjóflóðabúnaður)
  • Aðgangseyri að náttúruböðunum – aðgangseyrir í böðin eru 500-1000 krónur hvert skipti
  • Ferðatryggingu

CONTACT US

E-mail: info@icelandsnowsports.com

Tel. nr.: +354 840-6625

Share by: